Fara í efni

Myllan óskar öllum til hamingju með Hinsegin daga!

09.08.2023

Hinsegin dagar verða haldnir í Reykjavík frá 8. ágúst til 13. ágúst og þar fáum við kjörið tækifæri til að fagna fjölbreytileika mannlífsins. Með því að fagna fjölbreytileikanum sameinumst við í ákalli um að virða litríkara samfélag og er þetta er hátíð alls hinsegin fólks og en auðvitað mega allir taka þátt og vera með.

Við fögnum fjölbreytileikanum sama hvort sem við erum  í garðinum heima, í miðborginni, í bústaðnum eða í tjaldinu.

Við hjá Myllunni óskum þess að þið njótið vikunnar, skemmtið ykkur fallega og verið góð við hvert annað!