Fara í efni

Myllan óskar sjómönnum til hamingju með daginn!

01.06.2019

Sjómannadagurinn er haldin hátíðlega um land allt en þá er fangað starfi, hetjudáð og fórnfýsi sjómanna. Í Reykjavík er Hátíð Hafsins og samanstendur hátíðin af afar skemmtilegri dagskrá af tónleikum og uppákomum. Í Grindavík er haldið upp á Sjóarann Síkáta en einnig má finna allskyns viðburði og hátíðir um land allt, þar á meðal á Dalvík, Eyrarbakka, Húsavík og Hafnafirði svo eitthvað sé nefnt. Við hjá Myllunni bjóðum upp á gott úrval af bakkelsi tilvalin fyrir Sjómannadaginn, þá bæði til að grípa með sér í nesti yfir daginn eða einfaldlega til þess að narta á einhverju gómsætu með kaffinu.

Gerðu vel við þig á Sjómannadaginn og fáðu þér köku með kaffinu. Myllu Möndlukakan er algjört lostæti en fáar kökur hafa notið viðlíka vinsældir eins og Möndlukakan. Síðasta sumar hófum við sölu á litlum smáum kökum í anda Möndlukökunnar. Um er að ræða dúnmjúkar og dísætar Smáar Möndlukökur, Smáar Karamellukökur og Smáar Súkkulaðikökum með súkkulaðiperlum.
Bjóddu fólkinu þínu eitthvað sætt með kaffinu á Sjómannadaginn. Gríptu með þér Smáum Kökum næst þegar þú ferð í verslun.