Fara í efni

Smáar kökur fullkomnar í ferðalagið um versló

01.08.2019

Við hjá Myllunni bjóðum upp á gómsætt úrval af allskyns bakkelsi sem er tilvalið í ferðalagið, lautarferðina, útileguna eða einfaldlega með kaffinu yfir verslunarmannahelgina. Það er spáð rjómablíðu um helgina og því tilvalið að kippa með sér ljúffengu bakkelsi frá Myllunni til að njóa í blíðskaparveðrinu.

Fyrr á dögunum hófum við sölu á Smáum kökum með karamellu og lakkrís og er óhætt að segja að þær hafa slegið í gegn. Kökurnar eru dúnmjúkar með ljúffengri karamellu toppaðar með íslenskum lakkrís. Einnig er hægt að fá smáar Möndlukökur, smáar Karamellukökur og smáar Súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum. Veldu þína uppáhalds smáar kökur!

Kleinur ómissandi í útileguna
Kleinur, pizzasnúðar, pizzastykki, ostaslaufur, möffins og hafrakökur eru tilvalin með í útleguna. Fátt er notalegra en kakó og kleinur í útilegunni. Keyptu þér kleinur og með því næst þegar þú ferð í verslun og gerðu vel við þig um helgina.

Skemmtu þér fallega og njóttu helgarinnar í faðmi fjölskyldunnar og vina með gómsætu bakkelsi frá Myllunni um verslunarmannahelgina.