Fara í efni

Góða veislu gjöra skal um næstu helgi

27.07.2020

Það er að mörgu að huga þegar góða veislu gjöra skal en ofur einfalt að gera flotta og stórkostlega veislu sem fæstir mun gleyma. Við hjá Myllunni erum auðvita með góðar hugmyndir.

Það sem mun slá rækilega í gegn í garðveislunni eru nýju, dúnmjúku og bragðgóðu Hamborgara-kartöflubrauðin sem komu á markaðinn fyrir stuttu og eru orðin afar vinsælt umræðuefni í grillveislum. Frábært er að gera tilraunir með álegg á hamborgarann. Gera eitthvað öðruvísi. Við sjáum fyrir okkur nokkur spínatblöð,  sneiðar af avókadó, þunnar sneiðar af radísum, sultaðan rauðlauk, hvítlauks- og kóríander ristaða sveppi og þunnar sneiðar af hvítmygluosti. Þessi herlegheit er góð með sneiðum af grilluðum kjúkling eða sneiðum af hægelduðu lambi, jafnvel sneiðum af gómsætri andabringu. Þitt er valið! 

Þú toppar svo með með heimalagaðri karamellu- jarðaberja marengstertu með brúnum marengsbotni frá Myllunni.