Fara í efni

Fáðu þér dúnmjúkt pylsu-kartöflubrauð í sumar!

13.07.2021

Það er að mörgu að huga þegar góða veislu gjöra skal en það er ofur einfalt að gera flotta og stórkostlega veislu sem fæstir munu gleyma. Við hjá Myllunni erum auðvita með góðar hugmyndir.

Það sem mun slá rækilega í gegn í garðveislunni eru nýju, dúnmjúku og bragðgóðu Hamborgara-kartöflubrauðin og pylsu-kartöflubrauðin. Frábært er að gera tilraunir með álegg á hamborgarann og prófa sig áfram með framandi og gómsætu salati í pylsubrauðið. Gerðu eitthvað öðruvísi fyrir gestina þína! Búðu til minningar í sumar! 

Þú toppar veisluna svo með smáum karamellukökum og smáum möndlukökum frá Myllunni – hvort tveggja fæst í næstu verslun!