Fara í efni

Jólakaffi á aðventunni

01.12.2017

Það styttist óðum í fyrsta sunnudag aðventunnar og því má með sanni segja að jólin nálgist óðfluga. Í ár ber fyrsta sunnudag í aðventu upp nú á sunnudag, 3. desember og tilvalið að kaupa ljúffenga jólatertu frá Myllunni með kaffinu.

Aðventa hefst alltaf fjórum sunnudögum fyrir jól og enn eru flestir sem gera, eða kaupa, aðventukrans. Kveikt er á kertunum fjórum, einu í senn og öll bera þau sitt heiti. Fyrsta kertið kallast spádómakertið og er ætlað að minna á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins. Þeir höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið og á að minna á þorpið sem Jesús fæddist í en ekkert rúm var fyrir hann þar. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en bláfátækum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mönnum hinar góðu fréttir.

Margir halda fast í þann sið að hafa aðventuljós í glugga og kveikja á því þennan fyrsta sunnudag aðventunnar. Það er gaman að halda í venjur og siði, en ekki síður skemmtilegt að skapa nýjar hefðir og nýjar minningar. Gerðu það að venju að safna saman vinum og ættingjum í heitt kakó og gott bakkelsi.

Við hjá Myllunni bjóðum upp á fjórar ljúffengar tegundir af jólatertum; rauðu umbúðunum er hin sígilda brúna jólaterta með smjörkremi og sultu. Í þeim grænu leynist ljúffeng brún jólaterta með smjörkremi og í hvítu umbúðunum er hvít randalína með ljúffengu sveskjumauki Myllunnar. Nýjasta viðbótin í jólatertufjölskyldunni er lungamjúk og ljúffeng hvít jólaterta með rabarbarasultu. Hún er í fallegum og jólalegum bláum umbúðum í næstu verslun við þig. Smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!

Það er tilvalið að finna til skemmtilega jólatónlist, hella upp á rjúkandi heitt kaffi eða hella ískaldri mjólk í glas, og fá sér sneið af nýbakaðri og ljúffengri jólatertu frá Myllunni. Þannig kemstu örugglega í ljúft jólaskap á fyrsta sunnudegi aðventunnar. Myllu Jólaterturnar fást í næstu verslun um land allt.