Fara í efni

Lífskornabollur á grillið í sumar

02.05.2020

Sumarið er alveg að koma og við hjá Myllunni erum byrjuð að huga að grillinu. Við erum með allskonar gómsætar hugmyndir að áleggi á hamborgarann en það sem við hugum mest að er brauðið.

Við mælum með hollu og bragðgóðu Lífskornabollunum okkar með heil hveitikorn og rúg. Gott er að hita Lífskornabollurnar aðeins á grillinu áður en þú setur kjöt eða jafnvel fisk á milli brauðhelmingana og allt góða holla grænmetið og sósuna. Girnilegt á það að vera og bragðgott.

Við erum alltaf að huga að heilsunni. Gerðu vel við þig og þína og gríptu bragðgóðu og hollu Lífskornabollurnar næst þegar þú ferð í verslun.