Fara í efni

Tendraðu upp í grillinu og töfraðu fram djúsí hamborgara

29.08.2023

Það mætti segja að sumarið sé senn á enda, þó að veðrið leiki vissulega enn við okkur. Það er falleg árstíð framundan með gífurlegri náttúrufegurð, rökkri, kertaljósum og kærkominni rútínu.

Núna fer hver að verða síðastur að tendra upp í grillinu áður en það fer að hausta. Við vitum að það styttist í haustlægðirnar og þá er venjan sú að ganga frá grillinu og koma því í geymslu eftir vel heppnað grillsumar.

Þess vegna er um að gera að nýta dagana vel og nota hvert tækifæri til að grilla og töfra fram þann dásamlega grillilm sem fylgir oft sumrinu. Raunin er oft líka sú að það er fátt betra en samverustundir með fjölskyldu og vinum í veislu með ljúffengum mat.

Hamborgaraveisla

Það er að mörgu að huga þegar góða hamborgaraveislu gjöra skal. Ástríðan hvetur mörg okkar til að skapa, gera eitthvað nýtt og betra í eldhúsinu og sérstaklega þegar kemur að matarveislu. Spennandi tilraunir með framandi álegg og góðu kjöti kallar á þéttara hamborgarabrauð sem fullkomnar hamborgarann.

Það er einfalt að gera flotta og stórkostlega hamborgaraveislu sem engin mun gleyma, sérstaklega með þétta og dúnmjúka Myllu kartöfluhamborgarabrauðinu. Þess vegna viljum við hjá Myllunni færa þér bragðgóða og ljúffenga hamborgarauppskrift fyrir hamborgaraveisluna þína.

Djúsí Dalaborgari

4 stykki 140 gr. hamborgarar

4 stykki Myllu kartöfluhamborgarabrauð

1 stykki Dala hringur

8 stykki laukhringir (tveir á hvern hamborgara

8 stykki beikonsneiðar

4 stykki tómatar

1 stykki rauðlaukur skorinn í sneiðar

Lambhagasalat

Chili-sulta

Chili-majónes

2 msk. púðursykur

Salt og pipar

Hamborgarakrydd

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að krydda hamborgarakjötið með salti, pipar og hamborgarakryddi.
  2. Stillið ofninn á 200° (blástursofn) og raðið beikoninu á bökunarpappír og stráið púðursykrinum yfir beikonið. Setjið inn í ofninn í u.þ.b. 15 mínútur.
  3. Laukhringirnir eru settir á bökunarpappír, en á aðra ofnplötu, sem sett er inn í ofninn á sama tíma og beikonið og hefur sama eldunartíma í ofninum eða u.þ.b. 15 mínútur (það er líka gott að djúpsteikja laukhringina).
  4. Skerið ostinn þvert í fjóra parta.
  5. Skerið grænmetið, en rauðlaukinn í hringi.
  6. Tendrið upp í grillinu eða hitið pönnuna og byrjið að grilla eða steikja hamborgarakjötið. Rétt áður en þið teljið að hamborgarakjötið sé klárt setjið þið ostinn á og leyfið honum að bráðna aðeins.
  7. Hitið Myllu kartöfluhamborgarabrauðin á grillinu eða í ofninum og þegar þau eru klár er ekkert annað eftir nema að byrja að raða Dalaborgaranum saman.
  8. Setjið hamborgara saman á eftirfarandi máta: Botnbrauð, 1 tsk. Chili-sulta, Chili-majónes eftir smekk, Lambhagasalat, rauðlaukur, hamborgarakjöt, beikon, tómatsneiðar, laukhringir, Chili-sulta og Chili-majónes á toppbrauðið og loka hamborgaranum.

Hjá Myllunni færðu einnig tvær útgáfur af bragðgóðum pylsubrauðum, klassíska pylsubrauðið ásamt nýlega pylsu-kartöflubrauðinu. Ef þú skyldir vilja skella pylsum líka á grillið.

Þannig að í næstu innkaupaferð er tilvalið að grípa með sér kartöfluhamborgarabrauð, klassískt pylsubrauð eða nýlegt pylsu-kartöflubrauð og einfalda eldamennskuna í kvöld með því að tendra upp í grillinu og njóta.