Fara í efni

Bjóddu upp á Myllu Jólatertu í aðventukaffinu

20.11.2023

Árlegi Dagur Jólatertunnar var þann 24. október síðastliðinn og hafa Jólaterturnar vægast sagt fengið frábærar viðtökur. Jólatertur Myllunnar slá alltaf í gegn og er óhætt að segja að það fylgir þeim svokallað Jólatertu-æði.

Við hjá Myllunni bjóðum upp á fjórar ljúffengar tegundir af jólatertum og eru þær allar handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Allar terturnar eiga sína dyggu aðdáendur og koma þær í fjórum gerðum. Græna klassíska tertan er brún og með smjörkremi, þessi bláa er hvít og með sígildri rabarbarasultu, sú hvíta er einnig hvít en með gómsætri sveskjusultu og svo er það rauða tertan sem er brún og með smjörkremi og hindberjasultu.

Aðventan nálgast

Það styttist í aðventuna og henni fylgir gjarnan aðventuboð í fjölskyldunni, hjá vinahópnum eða á vinnustaðnum. Það er því tilvalið að koma á óvart og mæta með Jólatertu Myllunnar. Ef þú getur ekki gert upp á milli jólastertnanna getur þú leyft aðventugestunum þínum að smakkaðu þær allar og finna út hver uppáhalds Jólaterta Myllunnar er í aðventuboðinu!

Þú gætir líka búið til skemmtilegan jólaleik með því að leyfa gestunum að giska á hvaða Myllu Jólatertu þeir eru að gæða sér á.

Vinir Grænu Jólatertunnar

Fyrir þá sem elska jólaterturnar þá mælum við með Facebook-hópnum „Vinir Grænu Jólatertunnar“. Þó við hjá Myllunni segjum sjálf frá þá er þetta með skemmtilegri hópum sem þú finnur á veraldarvefnum, enda alltaf margt skemmtilegt um að vera og frábærar umræður með skemmtilegum jólatertu fróðleik. Taktu þátt í fjörinu, skráðu þig í hópinn og njóttu aðdraganda jólanna með gómsætri Jólatertu sem bráðnar í munninum.