
Langar þig að grilla pizzu sem bragðast eins og hún hafi verið eldbökuð á ítalskan hátt? Nú þegar sumarið er komið er fullkomið að skella pizzunni á grillið og njóta matarins úti í sólinni.
Það er auðveldara en þig grunar að grilla pizzu og leyndarmálið á bak við þessa aðferð er pizza-steinninn! Þessa steina er hægt að fá í mörgum verslunum og gera þeir pizzuna dásamlega stökkva og með ómótstæðilegu eldbökuðu bragði.
Þú getur sett pizza-botninn beint á steininn, en það er einfaldara að nota bökunarpappír undir. Við hjá Myllunni mælum sérstaklega með þeirri aðferð því hún auðveldar verkið.
Gott er að hita grillið vel áður en pizzan er sett á steininn. Bestur árangur fæst þegar grillið nær góðum hita, eða u.þ.b. 300–350°C.
Þegar réttu hitastigi er náð er ekkert annað eftir en að skella Myllu pizza-deiginu á bökunarpappírinn, setja á pizzasteininn og grilla í um 10 mínútur.
Við eigum líka til nokkrar frábærar uppskriftir að grilluðum og eldbökuðum pizzum, svo getir þú einfaldlega gert pizzuna eftir þínu höfði með því að setja uppáhalds meðlætið þitt á pizzuna.
Hawaii pizza
- 1 stk. pizza-deig frá Myllunni
- 1 pakki Hunangsskinka
- 1 dós ananasbitar
- Pizzaostur
- 2 dl. pizza-sósa
Kjöt- og ostaveisla
- 1 stk. pizza-deig frá Myllunni
- 2 dl. Beikonkurl
- 1 pakki pepperoni
- 1 pakki Hunangsskinka
- ½ dós rjómaostur
- 1 stk. niðurskorin Mexíkóostur
- 2 dl. pizza-sósa
- Pizzaostur
Vegan
- 1 stk. pizza-deig frá Myllunni
- 1 stk. niðurskorin rauðlaukur
- 2 stk. rauðar niðurskornar paprikur
- ½ askja niðurskornir sveppir
- Vegan kjúklingur
- Vegan ostur
- 2 dl. Vegan pizza-sósa