Fara í efni

Tvær bragðgóðar og næringarríkar samlokur með Lífskorni

29.01.2024

Myllan er ferskvöruframleiðandi sem skilur að samfélagið þrífst best á fjölbreyttri matarmenningu. Við hjá Myllunni erum brautryðjendur í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum og viljum að hrein náttúra og gæði fari saman og eru hráefni Myllu vara valin af gæðum. Við bjóðum upp á úrvals heilkornavörur þar sem meðal annars má finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu og minnka líkur á sjúkdómum.

Lífskornalína Myllunnar

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinin og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn þitt. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni sem færir þér máltíð af akrinum og uppskerð hollustu og orku í gegnum amstur dagsins.

Við hjá Myllunni viljum færa þér tvær bragðgóðar uppskriftir af hollum og næringarríkum samlokum þar sem Lífskorn er undirstaða samlokunnar. Þess heldur er einfalt að útbúa samlokunar þegar tíminn er knappur í eldhúsinu og svengdin sækir að.

Bragðaðu öll brauðin og veldu þitt uppáhalds Lífskorn fyrir samlokugerð, en hægt er að velja um átta mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni.

Lífskorn með tröllahöfrum og chia-fræjum

Grænmetissamloka

2 brauðsneiðar Lífskorn með tröllahöfrum og chia-fræjum

Lambhagasalat (magn eftir smekk)

1 stk. tómatur

10 stk. gúrkusneiðar

½ rauð paprika

2 msk. létt majónes

Everything bagel seasoning (krydd)

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að skola grænmetið og þerra. Næst skerðu grænmetið og leggur til hliðar.
  2. Legðu brauðsneiðarnar á diskinn og smyrðu báðar brauðsneiðarnar á aðra hliðina með létt majónesi (sú hlið sem snýr inn).
  3. Kryddaðu majóneshliðina á brauðsneiðunum með Everything bagel seasoning kryddinu.
  4. Raðaðu samlokunni saman með því að leggja lambhagasalatið neðst og niðurskorna grænmetið ofan á og lokaðu samlokunni með að setja seinni brauðsneiðina efst.

Kolvetnaskert Lífskornabrauð

Hráskinkusamloka

2 brauðsneiðar kolvetnaskert Lífskornabrauð

½ Brie ostur

2 sneiðar hráskinka

½ Palermo paprika

Klettasalat (magn eftir smekk)

2 msk. sætt sinnep

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að skola paprikuna og klettasalatið og þerra. Næst skerðu paprikuna í strimla og Brie ostinn í sneiðar og leggur til hliðar.
  2. Legðu brauðsneiðarnar á diskinn og smyrðu báðar brauðsneiðarnar á aðra hliðina með sæta sinnepinu (sú hlið sem snýr inn).
  3. Raðaðu samlokunni saman með því að leggja klettasalatið neðst og paprikuna ofan á. Næst kemur hráskinkan og svo loks Brie osturinn. Í lokaskrefinu lokar þú samlokunni með því að setja seinni brauðsneiðina efst.