Fara í efni

Veldu vörur sem bera Skráargatið

19.06.2019

Skráargatið var tekið upp á Íslandi þann 12. nóvember 2013 en Matvælastofnun og Embætti landlæknis stóðu sameiginlega á bak við innleiðingu Skráargatsins. Markmiðið er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru við innkaup á auðveldan hátt jafnt sem hvatning matvælaframleiðanda að þróa hollari vörur. Skráargatið stuðlar að bættri heilsu með bættu matarræði en einnig með að leiðbeina neytendum að velja hollari kost.

Skráargatið er merki sem setja má á umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Þessi skilyrði eru:

  • Minni og hollari fita
  • Minna salt
  • Minni sykur
  • Meira af trefjum og heilkorni

Við hjá Myllunni bjóðum upp á bragðgott úrval af vörum merktum Skráargatinu.

Skráargatið er frábær leið til að velja hollari kost á einfaldan hátt. Þú getur treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama flokki sem uppfylla ekki skilyrði til að bera merkið.


Heimilidir: 
Landlæknisembættið,