Fara í efni

Rúgbrauð Myllunnar er tilvalið með Jólasíldinni

21.12.2023

Aðfangadagur er á sunnudaginn og flest eru við að klára síðustu vinnustundirnar og tilbúin að taka á móti jólafríinu og fagna hátíð ljóss og friðar.

Undirbúningur jólanna hófst fyrsta í aðventu og eru margir fastheldnir á matarhefðir í kringum hátíðina og hlakka eflaust margir til Þorláksmessunnar til að gæða sér á skötu (þótt mörgum þykir lyktin ekki sérstaklega góð). Þess heldur er ekki óalgengt að kryddlegin jólasíld sé höfð á veisluborðum fyrir veislugesti til að gæða sér á og njóta.  

Segja má að árstíð síldarinnar sé einnig gengin í garð og í matvöruverslunum er Jóla- og hátíðarsíldin áberandi, ásamt öðrum fjölbreyttum tegundum af síld.

Við hjá Myllunni vitum að smekkur manna er misjafn og að eftirlæti flestra eru hinar margrómuðu útgáfur af síldinni líkt og krydd, sinneps-, dill- eða karrýsíld. Það eru einnig margir matgæðingar sem vilja njóta sín í eldhúsinu í síldargerð til að geta boðið upp á heimagerða jólasíld og viljum við hjá Myllunni veita þeim góða og einfalda uppskrift af síldarsalati til að bera fram á veisluborðið yfir hátíðina.

Það er einnig svo gaman að leika sér með síldina og bera fallega fram á rúgbrauðsneiðum og síðan er það líka bara svo ótrúlega einfalt!

Dijon- og karrýsíldarsalat

500 gr. marineruð síld

½ dós majónes

½ dós 36% sýrður rjómi

2 tsk. Dijon hunangs sinnep

2 tsk. grófkorna Dijon sinnep

1 ½ tsk. karrý

½ tsk. túrmerik

1 tsk. sítrónusafi

Sítrónubörkur (til skreytingar)

Salt

Pipar

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að sigta og þerra síldina og legðu hana til hliðar í skál.
  2. Blandaðu saman í skál majónesinu, sýrða rjómanum og sinnepinu.
  3. Bættu svo við karrý, túrmerik og sítrónusafa og kryddaðu blönduna með piparnum og saltinu eftir smekk.
  4. Blandaðu síldinni varlega saman við og það er tilvalið að skreyta með sítrónuberki.

 Líkt og flestir vita er ómissandi að gæða sér á síld með vönduðu rúgbrauði og íslensku smjöri. Myllan framleiðir nokkrar tegundir af trefjaríkum rúgbrauðum sem eru tilvalin með skötunni og fíngerðri jólasíldinni.

Danskt rúgbrauð

Jöklabrauð

Fitty brauð SSB

Rúgbrauð óskorið

Lífskorn kolvetnaskert

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum

Mundu að grípa með þér Myllu rúgbrauð í næstu innkaupaferð til að bjóða uppá og njóta með hátíðarmatnum.