Fara í efni

Myllan óskar landsmönnum til hamingju með daginn

12.06.2019

Nú styttist óðum í 17. júní og því ber heldur betur að fagna. Bjóddu fólkinu þínu í kaffi og auðveldaðu þér fyrirhöfnina með veitingum frá Tertugallerí MyllunnarPantaðu tertu með íslenska fánanum, fullkomin fyrir þjóðhátíðarveisluna. Þessi súkkulaðidásemd samanstendur af einföldum súkkulaðibotn, ljúffengu brúnu smjörkremi og áprentaðri mynd á marsípan. Einnig er hægt að fá samskonar tertu með nammi og bollukökur með íslenska fánanumHér getur þú skoðað allt úrvalið af súkkulaðitertum hjá Tertugalleríinu.

Bjóddu upp á rúllutertubrauð
Auðveldaðu þér fyrirhöfnina með rúllutertubrauðum en fátt er vinsælla í veislum en hið klassíska rúllutertubrauð. Tertugalleríið býður upp á gullfallegt og gómsætt rúllutertubrauð með bæði pepperoní fyllingu og skinku og aspas fyllingu

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.