Fara í efni

"Vinnum að'í"
að verða eldri

27.09.2019

Myllan var stofnað 1959 og hefur bakað brauðmeti og kökur fyrir Íslendinga í 60 ár. Starfsfólk fyrirtækisins hefur af miklum dugnaði og framsýni byggt upp og rekið stærsta brauð- og kökugerðarfyrirtæki á Íslandi. Myllan hefur verið í fararbroddi með nýjungar á íslenskum markaði og hefur haft að leiðarljósi að tryggja viðskiptavinum sínum gæðavörur og þróa nýjungar sem falla vel að breyttum neysluvenjum neytenda. Við hjá Myllunni hlökkum til að eldast og fylgja Íslendingum um ókomin ár. 

Við teljum það að gera hlutina vel sé sú menning sem við stöðugt þróum hjá okkur sem matvælaframleiðanda og sú menning sem við viljum flest lifa í á Íslandi. Við hrósum þeim sem leggja mikið á sig að gera vel, sama hver útkoman er. Við teljum heilsulegan ávinning felst í því að neyta heilkornavörur en í heilkornum má meðal annars finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu jafnt og minni líkum á sjúkdómum. Við teljum það að búa til ferska og næringarríka matvöru sé til góðs fyrir allt samfélagið. Við bjóðum upp á úrval af heilkornavörum. Skoðaðu Lífskornaúrvalið okkar hér!

Brauð og kökur í 60 ár

Brauðin frá Myllunni eru holl og framleidd hér innanlands með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka vöru, íslenska gæðavöru. Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Gott starfsfólk skiptir höfuðmáli í framleiðslu gæðavöru. Eins og kemur fram í heilsustefnu okkar vinnum við markvisst að því að gera gott ennþá betur.

Af fortíðinni er hægt að hugsa sér hvernig framtíðin verður. En við lifum hvorki í fortíð né framtíð – við lifum í nútíð og ef við erum daglega kurteis við hvort annað, bæði okkur sjálf sem störfum hjá Myllunni, birgja okkar, viðskiptavini og neytendur, áhugasöm og ábyrgðarfull og leggjum það á okkar á hverjum degi að gera okkar allra besta þá teljum við að við eigum eftir að framleiða matvörur um ókomna tíð.

Myllan hefur haft sjálfbærni og hið náttúrulega hráefni að leiðarljósi. Um leið er mikil ástríða fyrir því að búa til heilbrigð og holl matvæli sem endurspegla samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins.

Þó að við hjá Myllunni fögnum farsælum 60 árum, vinnum við markvisst að'í að verða eldri.