Fara í efni

Kolvetnaskert Lífskornabrauð með fiskiréttinum þínum

26.03.2024

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinin og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn þitt. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, er með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni sem færir þér máltíð af akrinum og uppskerð hollustu og orku í gegnum amstur dagsins.

Við hjá Myllunni viljum færa þér einfalda og bragðgóða uppskrift af fiskrétti sem er tilvalið að bera fram með kolvetnaskertu Lífskornabrauði Myllunnar. Lífskornabrauð Myllunnar eru tilvalin með fiskréttum, súpu, pasta eða góðu salati.

Ofnbakaður þorskur með karrý

1 kg. þorskur

1 stk. rauðlaukur

4 stk. gulrætur

1 stk. paprika rauð

1 stk. paprika græn

4 dl. kókosmjólk

½ stk. sítróna

2 tsk. karrý

2 tsk. fiskikrydd (Pottagaldrar)

Salt og pipar

300 gr. pizzaostur

80 gr. Maarud snakk með smjör og chili bragði

Íslenskt smjör

Aðferð:

Smyrðu smjörinu í eldfast mót.

  1. Stilltu ofninn á 180 gráður (blástursofn).
  2. Smyrðu smjörið í eldfasta mótið.
  3. Skerðu þorskinn í bita og raðaðu honum í eldfasta mótið og kreistu sítrónusafa yfir fiskinn og kryddaðu með fiskkryddinu ásamt salti og pipar.
  4. Skerðu grænmetið í fremur gróa bita og stráðu yfir fiskinn.
  5. Hrærðu karrý kryddið saman við kókosmjólkina og helltu yfir fiskinn og grænmetið.
  6. Í lokaskrefinu er ostinum stráð yfir og snakkið mulið vel og stráð yfir ostinn.
  7. Bakaðu réttinn í ofni í u.þ.b. 30 mínútur.

Við mælum með að bera fiskréttin fram með góðu meðlæti og þá sérstaklega kolvetnaskertu Lífskornabrauði og fersku salati til hliðar.