Fara í efni

Fáðu úrval Vegan brauða hjá Myllunni

02.09.2022

Eftirspurn eftir Vegan vörum hefur farið vaxandi undanfarin ár enda fer grænkerum fjölgandi. Ástæður þess geta verið fjölbreyttar en megin þátturinn er þó það sjónarmið að það sé siðferðislega rangt að hagnýta dýr til matar, afþreyingar eða annars sem kynni að valda þeim þjáningu.

Ekki eru hinsvegar allar Vegan vörur jafnar þegar kemur að framleiðslugæðum, í þeim skilningi að oft er verið að búa til mikið unnar afurðir sem á einhvern hátt er ætlað að koma í stað dýra afurða og sitt sýnist hverjum um þær vörur.

Það á hinsvegar ekki við um brauðmeti en það hentar frekar vel fyrir Vegan-væðingu þar sem óþarfi er að gefa nokkurn afslátt af bragðgæðum, líkt og kann að vera nauðsynlegt t.d. í grænkeravörum sem eiga að koma í stað kjötneyslu.

Grunn innihaldsefni brauðs eru í raun og veru öll Vegan en þau eru hveiti, vatn, salt og ger. Um leið og smjöri, eggjum, mjólk eða hungangi er bætt við brauðmeti er hinsvegar ekki lengur um Vegan brauð að ræða.

Hjá Myllunni bjóðum við mjög gott úrval brauðmetis sem hentar fyrir þau sem kjósa Vegan lífsstílinn og þar á meðal eru okkar vinsælustu vörur svo sem Heimilisbrauðið og Lífskorn.

Hér eru 30 Vegan brauðvörur frá Myllunni sem eru allar bakaðar á Íslandi.