Fara í efni

Áramóta „Smørrebrød“

27.12.2023

Áramótasíldin er ómissandi hjá mörgum landsmönnum. Flestum þykir gaman að gera smurbrauð eða „smørrebrød“ og leika sér með síldina til að draga fram það besta í þessu ljúffenga og næringarríka hráefni sem síldin er.

Möguleikarnir eru endalausir og fallegt smurbrauð getur lífgað upp á áramótaveisluborðið þitt og er oftar en ekki fallegt sjónarspil fyrir veislugesti.

Þó að síldin sé vinsæl á veisluborðum á áramótum getur líka verið frábær hugmynd að líta til afganga heimilisins. Hugmyndir um hvað er hægt að framreiða úr afgögnum geta verið margvíslegar og getur leitt af sér stórkostlegar veisluveigar með fjölbreytni í fyrirrúmi í formi smurbrauðs.

Heilnæmt gæða brauð er mikilvæg undirstaða smurbrauðs

Við vitum flest að undirstaða ljúffengs smurbrauðs liggur í brauðinu sjálfu þar sem helstu bragðeiginleikar þess tryggja hið fullkomna smurbrauð. Við hjá Myllunni teljum að tilvalin undirstaða fyrir þitt áramótasmurbrauð sé Lífskorn með sjö tegundum af fræjum og kornum. Lífskorna brauðið er gerlaust, einstaklega trefjaríkt og er þar að auki vegan. Tegundirnar sjö af fræjum og kornum sem eru í Lífskorna brauðinu eru hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarnar, graskersfræ, sesamfræ og að lokum spelthveiti.

Í ljósi þess að árið er senn á enda og við hjá Myllunni í sannkölluðu áramótaskapi, viljum við veita þér frábæra uppskrift af áramóta smurbrauði til að bjóða gestunum þínum upp á í áramótaveislunni þinni.

Áramóta smurbrauð

6 stk. Lífskorn með sjö tegundum af fræjum og kornum

1 krukka Ora jólasíld

6 stk. egg

100 gr. hreinn rjómaostur

Sultaður rauðlaukur

Fersk dill

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að meðalsjóða eggin í u.þ.b. sjö mínútur og leyfðu þeim að kólna. Þegar eggin hafa kólnað er eggjaskurnin fjarlægð og hvert egg er skorið í fjóra báta.
  2. Smurðu hreina rjómaostinum á Lífskornasneiðarnar og skiptu jólasíldinni jafnt á brauðsneiðarnar.
  3. Legðu eggjabátana ofan á síldina ásamt sultaða rauðlauknum.
  4. Í lokaskrefinu er dillið klippt til og tyllt efst á smurbrauðið til skreytingar.

Gerðu vel við þig og þína í áramótaveislunni með því að bjóða upp á áramótasmurbrauð. Mundu bara eftir að grípa með þér bragðgott og hollt Lífskorn með sjö tegundum af fræjum og kornum þegar þú ferð í matvöruverslunina.