Fara í efni

Prófaðu nýja pylsu-kartöflubrauðið frá Myllunni

02.09.2020

Það eru spennandi tímar hjá Myllunni og erum við enn að gera eitthvað nýtt og betra. Vinsældir nýja kartöflubrauðsins fyrir hamborgaranna kalla einnig á nýtt kartöflubrauð fyrir pylsurnar en ekki má gleyma metnaðarfullum og ástríðafullum pylsuáhugamönnum. Því hófum við að framleiða einstaklega bragðgóð pylsu-kartöflubrauð. Þessi nýjung er spennandi viðbót við klassísku pylsubrauðin og sérlega skemmtileg nýjung við nýja hamborgara-kartöflubrauðið.

Smakkaðu nýja pylsu-kartöflubrauðið frá Myllunni i dag!

Veldu íslenska framleiðslu, Pylsu-kartöflubrauðið frá Myllunni er bakað á Íslandi og inniheldur íslenskar kartöflur. Þannig viðheldur Myllan störfum og fæðuöryggi í landinu - Veldu íslenskt.