
Hinsegin dagar er hinsegin menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð sem haldin hefur verið í Reykjavík árlega frá árinu 1999. Í ár verða Hinsegin dagar haldnir frá 5. ágúst til 10. ágúst. Á Hinsegin dögum boðið uppá alls kyns skemmtanir alla vikuna en hápunkturinn er að sjálfsögðu gleðigangan sem er á laugardeginum.
Hinsegin dagar í Reykjavík eru árleg hápunktahátíð sem heiðrar réttindi og sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og sameinar fólk af öllum kynjum, kynhneigðum og lífsskoðunum í anda samstöðu og gleði. Hátíðin hefur vaxið og dafnað í yfir tvo áratugi og dregur nú til sín tugþúsundir gesta ár hvert sem vilja fagna ástinni, fjölbreytileikanum og því að vera nákvæmlega sá sem maður er.
Dagskráin í ár er sérlega fjölbreytt og spennandi þar sem er m.a. að finna allt frá fjölskylduvænum viðburðum, listsýningum, pallborðsumræðum og tónleikum, yfir í dans, skemmtanir og gleðigönguna sem er einstakur hápunktur hátíðarinnar.
Myllu brauðmeti í Gleðigöngunni
Ef þú ert á leiðinni í gleðigönguna til að njóta þá er tilvalið að taka með sér nesti til að eiga þegar hungrið sækir að. Hvort sem þú vilt taka með þér Pizzasnúða, pizzastykki eða ostaslaufur frá Myllunni þá ertu að taka með þér ómótstæðilega ljúffenga og bragðgóða nestisbita. Ef þú vilt hafa eitthvað sætt með í för þá eru smáu kökur Myllunnar fullkomnar til þess, en þú getur valið smáar möndlukökur, smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum, smáar kökur með sítrónubragði eða þær nýjustu; smáar gulrótarkökur. Smáu kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í nesti, auk þess að þær eru flauelsmjúkar og bragðgóðar. Myllan býður upp á ljúffengt brauðmeti til að taka með í nesti og þú finnur vörur Myllunnar í helstu matvöruverslunum.