
Tíðkast hefur í rúmlega hundrað ár á Íslandi að borða bollur á bolludaginn. Skoðaðu úrvalið okkar af bollum og gleddu samstarfsfélaganna með dásamlegum bollum á bolludaginn! Við hjá Myllunni erum auðvitað með úrval fyrir þá lúxus sælkera sem vilja njóta bolludagsins með Irish coffee, banana eða kókosbollu fyllingu.
- Vatnsdeigsrjómabollur með Irish coffee fyllingu og karamellu
- Vatnsdeigsrjómabollur með bananafyllingu og karamellu
- Vatnsdeigsrjómabollur með Daim, kaffi og karamellu
- Vatnsdeigsrjómabollur með brúnum glassúr og kókosbollufyllingu
Við munum seint klikka á klassíkinni en hægt er að fá bæði gómsætar ger og vatnsdeigsbollur með brúnum glassúr og hindberjasultu.
- Rjómabollur (ger) með brúnum glassúr og hindberjasultu
- Vatnsdeigsrjómabollur með brúnum glassúr og hindberjasultu
NÝJUNG: Við kynnum sérstaka nýjung en það er vatnsdeigsrjómabollan okkar með Oreo kexi og kremi sem er einstaklega bragðgóð, þú einfaldlega verður að smakka!
- Vatnsdeigsrjómabollur með oreo kexi og kremi!
Hver askja af bollum samanstendur af 6 bollum sömu gerðar og sendum við bollurnar hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu. Sendingargjaldið er 2.500kr. en ef þú pantar 4 öskjur (24 bollur eða fleiri fellur sendingargjaldið niður.
Kynntu þér úrvalið og pantaðu núna! Síðasti pöntunardagur er 1. mars.