18.02.2019

Nú styttist aldeilis í bolludaginn en í ár er hann mánudaginn 4. mars. Eins og áður höldum við hjá Myllunni bolludaginn hátíðlegan og bjóðum uppá gott úrval af bragðgóðum bollum á frábæru verði. Gleddu starfsfólk og viðskiptavini með gómsætum bollum á bolludaginn. Hver askja af bollum samanstendur af 6 bollum sömu tegundar og sendum við bollurnar hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu.
Sendingargjald er 2.500 kr. en ef þú pantar 4 öskjur (24 bollur) eða fleiri fellur sendingargjaldið niður. Athugið að minnsta eining er 1 askja sem inniheldur 6 bollur sömu tegundar.
- Rjómabollur (ger) með brúnum glassúr og hindberjasultu
- Vatnsdeigsrjómabollur með Irish coffee fyllingu og karamellu
- Vatnsdeigsrjómabollur með brúnum glassúr og hindberjasultu
- Vatnsdeigsrjómabollur með bananafyllingu og karamellu
- Vatnsdeigsrjómabollur með daim, kaffi og karamellu
- Vatnsdeigsrjómabollur með brúnum glassúr og kókosbollufyllingu
- Nýjung: Vatnsdeigsrjómabollur með oreo kexi og kremi!