Fara í efni

Ekta amerísk samloka með Myllu samlokubrauði

11.10.2018

Það er stundum sagt að allt sé þegar þrennt sé og það gæti einmitt verið raunin með hinar þekktu amerísku samlokur með hnetusmjöri og sultu. Líkt og hægt er að fá þrefalda hamborgara og klúbbsamloku með brauði á milli kjötbitanna þá er líka hægt að fá þrefalda hnetusmjörs- og sultusamloku að amerískum hætti.

Slík samloka er að sjálfsögðu ekki fyrir alla en þó mætti nú dekra við sig annað slagið með slíkri bombu, í það minnsta mætti prófa þennan fræga ameríska rétt sem þar í landi ratar jafnvel í nestisboxin. Við mælum að sjálfsögðu með hollustu nesti í takt við heilsustefnu Myllunnar þegar skóladagarnir hefjast en það getur þó verið gaman að lyfta sér aðeins upp, t.d. á föstudögum með sérstakri samloku, þó það sé sulta á henni. Hér er uppskrift að einni slíkri og hollari útfærslum.

Aðferð:
Lykilatriði við góða hnetusmjörs- og sultusamloku er að nota bæði mjúkt brauð og ristað brauð. Þrjár samlokubrauðsneiðar ættu að duga. Ristaðu eina þeirra vel. Svo smyr maður mjúku brauðsneiðarnar með uppáhalds sultunni, bara öðru megin að sjálfsögðu, en ristuðu brauðsneiðina smyr maður með grófu hnetusmjöri, öðru megin fyrst, og leggur svo ofan á sultusneiðina, og þá má smyrja hnetusmjöri hinumegin. Loks er seinni brauðsneiðin með sultunni lögð ofan á.

Svona fæst ljúffeng hnetusmjörs- og sultusamloka að amerískum hætti sem er í senn mjúk og stökk!

Enn meiri orka og meiri hollusta
Fyrir þá sem að vilja fremur sleppa sultunni mætti skoða það að skipta sultunni út fyrir gæða hunang. Hunangið hefur reyndar þann kost að geta dregið fram bragð ristaða brauðsins og því er hunang og hnetusmjör jafnvel enn betri hugmyndi að samlokuefni en hunang og sulta.

Fyrir þá ævintýragjörnu mætti einnig prófa kókoshnetu olíu eða kókoshnetu flögur, ávaxta extrakt eða jafnvel bara niðurskorna banana. Þannig fæst afar hollt nesti sem er bæði orkuríkt og saðsamt.