Fara í efni

Fitty inniheldur mörg nauðsynleg efni fyrir líkamann

09.02.2022

Fitty var fyrsta fitusnauða brauðið sem framleitt var sérstaklega fyrir íslenska markaðinn og jafnframt fyrsta brauðið sem innihélt aukinn skammt af E vítamíni, Kalsíum og Magnesíum. Mikil vinna og nákvæmni fór í það á sínum tíma að tryggja neytendum sem bestu gæðin en brauðið miðast við þarfir þeirra sem stunda líkamsrækt af áhuga og kappi og hefur algjörlega staðist tímanns tönn. Innihald og val hráefna byggir því á flóknum kolvetnum, góðu próteini og réttri fitu í æskilegum hlutföllum í brauði sem einnig bragðast mjög vel, ristast sérlega vel og gefur í þokkabót langtíma orku. Fitty er þannig draumur þeirra sem stunda líkamsrækt.

Fitty brauðið er því heilsusamlegt brauð fyrir börn og fullorðna í leik og starfi og má segja að kostir þess séu margvíslegir sérstaklega þar sem næringarefni þess eru nauðsynleg til þess að auka starfshæfni líkamans þegar hann er undir miklu álagi. 

Fitty-brauðlínan er án transfitusýra og  trefjarík, en trefjar draga úr kólestrólupptöku og eru mikilvægar fyrir blóðsykurstjórn líkamans. Þá innihalda Fitty-brauð góð kolvetni úr hráefnum á borð við hveiti, rúgmjöl, hveitiklíð og hveitikím. Rúgbrauðið frá Fitty er sérmerkt sem trefjaríkt brauð en samlokubrauðið er einnig hæft fyrir þau sem eru Vegan.

Fitty inniheldur mörg nauðsynleg efni fyrir líkamann, eins og magnesíum, E-vítamín og kalk. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir starfsemi margra ensíma, einkum þeirra sem eru koma að orkumyndun og flutningi og það er sömuleiðis ómissandi hluti allra frumna líkamans. Magnesíum gegnir líka mikilvægu hlutverki við taugaboðsendingar til vöðva og við hjartsláttarstjórnun, svo starfsemi vöðva og hjarta gangi eðlilega. Magnesíum er líka mikilvægt nýsmíði próteina í líkamanum.

E-vítamínið er fituleysanlegt efni sem finnst í öllum frumuhimnum líkamans en hlutverk þess er að viðhalda heilbrigði frumuhimnunnar með því að koma í veg fyrir skemmdir á fjölómettuðum fitusýrum af völdum súrefnis.

Kalk er eins og flestir þekkja nauðsynlegt fyrir uppbyggingu og viðhald beina og tanna.  Nægjanleg neysla á kalki með fæðu, auk D-vítamíns (t.d. með inntöku lýsis) og hreyfingar er talin nauðsynleg til að viðhalda styrk kalks í blóðvökva og koma þannig í veg fyrir beinþynningu.

Næringarefni eru líkamanum nauðsynleg.  Líkamsstarfssemi okkar yrði ekki eðlileg án þeirra og ef okkur vantar ákveðin næringarefni getur það reynst okkur skaðlegt. Vítamín, stein- og snefilefni viðhalda því heilsu okkar með því að  tryggja að efnaskipti gangi eðlilega fyrir sig í líkamanum og þannig hefur líkaminn næga orku fyrir starfsemi sína.

Fitty brauðið er úr úthugsaðri blöndu af korni og olíufræjum, sem gerir brauðið að ákjósanlegri uppsprettu vítamína og steinefna og hámarkar næringarfræðilegt gildi brauðsins. Gróft mjöl sem er bæði trefja- og næringarríkt sem hentar öllum aldurshópum þar sem áhrif grófra trefja á meltingu eru vel þekkt en vatnsuppleysanlegar trefjar hafa áhrif á upptöku blóðsykurs og kólestróls. Olíufræ og hveitikím eru uppspretta hjartavænnar olíu og E-vítamíns. Próteininnihald brauðanna er hátt sem gefur brauðunum aukið gildi fyrir atorkusama einstaklinga.


Fitty brauð eru því öruggt val fyrir átök dagsins, sama á hvaða aldri þú ert.