Fara í efni

Heimilisbrauð jólanna er 30% matmeira

15.12.2020

Brauðið, í ólíku formi, er helsti matur mannsins (af öllum kynjum). Brauðið heimilisins hefur haldið lífi í milljónum manna á góðum og miður góðum tímum í aldanna rás.

Mikilvægi brauðsins kom Markús keisari í ódauðleg orð í frægri ræðu um fegurð heimsins. Og heimurinn hefur bara orðið fegurri og fegurri frá þeim tíma þótt stundum reyni á. Brauðið er ferskvara, grunnfæða í matarbúri heimilisins og mikilvæg næring mannsins, hér eftir sem áður fyrr.

Mannkynssagan er einnig Íslensk. Mikilvægt er að samfélag okkar Íslendinga geti treyst á sjálfstæða innlenda framleiðslu á brauðmeti á öllum tímum. Myllan er ferskvöruframleiðandi sem skilur að samfélagið þrífst aðeins á fjölbreyttri matarmenningu. Þetta kemur fram í stöðugri nýsköpun Myllunnar sem skilar okkur íslensku úrvali af ferskvöru í besta gæðaflokki. Skoðaðu alltaf hvaðan maturinn kemur. Leitaðu eftir ferskleika, leitaðu eftir gæðamerki Myllunnar. Skoðaðu matvöruúrvalið hér á heimasíðu Myllunnar. Myllan - þaðan sem nýtt kemur.

Gleðilega hátíð.