Fara í efni

Vinir okkar í Tertugallerí senda heim til þín!

17.04.2020

Við hjá Myllunni erum afar stolt af því að segja frá því að nú er hægt að panta heimsendingu frá vinum okkar í Tertugallerí. Skoðaðu úrvalið og undirbúðu stórkostlegt kvöld með fólkinu þínu með bragðgóðum kökum, tertum, kleinuhringjum, snittum, brauðtertum og eða smurbrauði frá Tertugalleríinu. Þitt er valið! Fáðu sent heim til þín eða til ástvina! 

Úrvalið í heimsendingu er mikið, fyrir öll tilefni og fyrir alla. Það er allt hægt og það er alltaf góður tími til að gera sér og öðrum glaðan dag og í dag er hægt að finna uppá allskyns tilefni.

Af nógu að taka! Skoðaðu kræsingarnar og pantaðu í dag fyrir þitt tilefni. 

Tertugallerí sendir þér heim án endurgjalds ef þú pantar fyrir 5000 kr. eða meira!

Heimsending er aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu. Tertugallerí keyrir út milli 11-16 alla virka daga. Pantaðu fyrir kl. 14 alla daga og þú færð vöruna senda heim til þín daginn eftir. Ath! Þú þarft að panta fyrir kl. 14 á fimmtudegi í síðasta lagi til að fá afhent um helgar.

Tertugallerí hefur tekið saman vörur sem henta til heimsendingar þegar fáir eru heima. Það er til dæmis tilvalið að hafa smurbrauð einn daginn og svolítið sætt á eftir.