Fara í efni

Glútenlaust mataræði

11.05.2018

Mikið hefur verið rætt og ritað um glútenlaust mataræði undanfarin misseri og oft hafa stór orð verið látin falla um skaðleg áhrif glútens. RÚV fjallar um glútenlaust mataræði á vefnum og segir að glútenlaust mataræði auki hættu á offitu.

Í fréttinni kemur fram að glútenlaus fæða sé nauðsynleg þeim sem þjást af glútenofnæmi en það er talið hrjá um 1% Evrópubúa. Í fréttinni kemur einnig fram að slíkt mataræði hefur komist í tísku meðal þeirra sem þola glúten að vinsældir kúra sem skera út glúten séu að aukast með hverju ári. Rannsakendur hafa komist að því að næringarinnihald slíkra kúra sé talsvert frábrugðið hefðbundinni fæðu.

RÚV vitnar í samtal The Guardian við Joaquim Calvo Lerma hjá La Fe heilsurannsóknarstofnuninni í Valencia á Spáni en þar segir hann að rannsóknarteymi undir hans stjórn hafi borið saman 650 glútenlausar fæðutegundir í 14 fæðuflokkum við hliðstæða matvöru sem inniheldur Glúten.

Glútenlaus fæða gæti stuðlað að meiri offitu
Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að glútenfrí maturinn var oftast bæði fitumeiri og próteinminni en hinn valkosturinn. Calvo Lerma sér ástæðu til að vara við því að vinsældir glútenlausrar fæðu geti stuðlað að meiri offitu, ekki síst meðal barna, enda borði þau mikið af morgunkorni og kexkökum.

RÚV vitnar líka í Benjamin Lebwhol hjá glútenofnæmismiðstöð Columbia-háskóla en hann tekur undir mál Calvo Lerma og segir að rannsóknin renni stoðum undir fyrri athuganir sem sýnt hafi fram á að næringargildi glútenlausrar fæðu sé minna en annarrar.

Þó David Sanders, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum við Sheffiled-háskóla bendi á, í frétt RÚV, að til séu aðrar rannsóknir sem bendi til þess að næringargildi glútenlausrar fæðu sé almennt það sama og þeirrar sem innihaldi glúten sé ekkert sem bendi til þess að þeir sem þola glúten á annað borð græði nokkuð á að sleppa því úr mataræði sínu.

Heilkornafæði gæti lengt lífið
Við hjá Myllunni höfum áður bent á mikilvægi þess að neyta heilla korna. Landlæknisembættið ráðleggur neyslu heilkorna minnst tvisvar á dag. Mörgum gæti þótt það erfitt en við bendum á Lífskorn frá Myllunni sem inniheldur heilkorn