Fara í efni

Eldbökuð pizza á grillið þitt

23.08.2023

Vissir þú að það er hægt að grilla pizzu þannig að hún verði eins og dýrindis eldbökuð pizza? Eina sem þú þarft er pizza-steinn, sem fæst víða og almáttugur hvað pizzan verður ómótstæðilega góð og eldbökuð á bragðið!

Það er hægt að setja pizza-botninn beint á pizza-steininn, en það er auðveldara að eiga við pizza-botninn með bökunarpappír undir og við hjá Myllunni mælum klárlega með þeirri aðferð.

Það er mikilvægt að ná upp góðum hita á grillinu áður en pizzan fer á steininn og það er mælt því með að hafa grillið í gangi í að minnsta kosti klukkutíma áður en byrjað er að baka pizzuna. Gott er að hafa nægan hita sem fer upp í 300°C til 350°C.

Þegar hitanum er náð er ekkert annað eftir en að skella Myllu pizza-deiginu á bökunarpappírinn og beint á steininn og grilla í u.þ.b. 10 mínútur.

Hér færðu líka nokkrar frábærar uppskriftir fyrir grilluðu og eldbökuðu pizzuna þína! Það eina sem þarf að gera við pizzuna er að raða meðlætinu eftir þínum smekk og hentisemi, þó við hjá Myllunni mælum vissulega með því að byrja að setja pizzusósuna 😊

Pizzadeig Myllunnar

 

Grilluð Hawaii pizza

Grilluð Svepperoni pizza

  • 1 stykki pizza-deig frá Myllunni
  • ½ askja niðurskornir sveppir
  • 1 pakki pepperoni
  • 2 dl. pizza-sósa
  • Pizza ostur eftir smekk

Grilluð Kjöt- og ostaveislu pizza

  • 1 stykki pizza-deig frá Myllunni
  • 2 dl. Beikonkurl
  • 1 pakki pepperoni
  • 1 pakki Hunangsskinka
  • ½ dós rjómaostur
  • 1 stykki niðurskorin Mexíkóostur
  • 2 dl. pizza-sósa
  • Pizzaostur eftir smekk

Grilluð Vegan pizza

  • 1 stykki pizza-deig frá Myllunni
  • 1 stykki niðurskorin rauðlaukur
  • 2 stykki rauðar niðurskornar paprikur
  • ½ askja niðurskornir sveppir
  • Vegan kjúklingur eftir smekk
  • Vegan ostur eftir smekk
  • 2 dl. Pizza-sósa