Fara í efni

Grillaðu bæverskar pylsur með kartöflupylsubrauðinu

31.03.2022

Það blæs byrlega fyrir gott grill en þar sem hitastigið er enn nokkuð lágt er nauðsynlegt að grilla eitthvað sem passar öllum árstíðum. Bæverskar pylsur eru fullkominn grillréttur við þessar aðstæður enda njóta þarlendir þeirra allan ársins hring, úti sem inni. Bæverskar pylsur passa ákaflega vel í kartöflupylsubrauðin frá Myllunni og því bjóðum við hér upp á ljúffenga uppskrift til að prófa á heimilisgrillinu í hæglátum kvöldvindi vormánuðanna.

Uppskriftin er fyrir fjóra og þá þarf tvo bolla af súrkáli, bolla af hvítum lauk, fjórar matskeiðar af tómatsósu, fjórar pylsur í bratwurst stíl, sinnep, ólífuolíu og hveiti.

Eina vesenið í þessari uppskrift er laukurinn. Hann þarf að skera niður í sneiðar, velta upp úr olíunni og svo hveitinu til að steikja á pönnu til að fá ekta steikta laukhringi sem gefa þessu bit sem bragð er af.

Svo er bara að raða fallega á pylsurnar og nota mikið af sinnepi og lítið af tómatsósu og þú ert komin með fyrirtaks rétt sem passar vel með lager í reinheitsgebot-stílnum.

Smelltu hér og skoðaðu nánar kartöflubrauðin
Smelltu hér og fáu nánari upplýsingar um Kartöflupylsubrauðin