Fara í efni

Hér færðu ómótstæðilega og einfalda uppskrift af köldum brauðrétti

08.05.2023

Myllan hefur bakað brauð handa Íslendingum í rúmlega 60 ár og ávallt lagt áherslu á gæði hráefnisins sem kemur beint úr náttúrunni. Brauðin frá Myllunni eru holl og framleidd á Íslandi með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka og íslenska gæðavöru.

Heimilisbrauð Myllunnar uppfyllir óskir Íslendinga um gott og næringarríkt brauð, er klassík á borðum landsmanna og ómissandi í matargerð. Í þessari viku færum við ykkur bragðgóða uppskrift að köldum brauðrétti þar sem Heimilisbrauð Myllunnar gegnir lykilhlutverki.

Það er gott að taka það fram að sniðugt er að gera réttinn kvöldinu áður en hann er borinn fram.

Kaldur brauðréttur með rækjum og osti

1 Heimilisbrauð Myllunnar

1 ½ dós majónes

1 dós 18% sýrður rjómi

1 stór dós ananas í bitum

500 gr. rækjur

Sítrónupipar (eftir smekk)

Hnífsoddur af salti

1 Camembert-ostur

1 Mexíkó-ostur

Rauð vínber (eftir smekk)

Blaðlaukur

1 rauð paprika

1 gul paprika

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera skorpuna af heimilisbrauðinu og rífið það niður og setjið í skál eða eldfast mót og leggið til hliðar.
  2. Skolið rækjurnar, þerrið þær og setjið í skál ásamt majónesinu, sýrða rjómanum, ananasbitunum og safanum. Blandið öllu saman og kryddið með sítrónu-piparnum og hrærið varlega saman við heimilisbrauðið.
  3. Skerið Camembert- og Mexíkó-ostinn í bita ásamt paprikunum tveimur og vínberjunum og skreytið efsta lagið á brauðréttinum.
  4. Kælið í ísskápnum í u.þ.b. klukkustund áður en borið er fram.