Fara í efni

Ísréttur aldarinnar

18.09.2023

Hvíta marengsbotninn frá Myllunni má nota á margvíslegan hátt, það eina sem skiptir máli er að leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Þegar flestir hugsa um marengsbotn er yfirleitt hugsað um bakstur og girnilegar rjómatertur, þess vegna ætlum við hjá Myllunni að gefa ykkur heillandi hugmynd um notkun á þessum frábæra marengsbotn.

Hér á ferðinni er ofur einföld uppskrift að guðdómlegum ísrétti sem svíkur engan og kætir alla sem hann smakka. Þetta er ísréttur sem bragðast dásamlega og hægt að galdra fram á augabragði. Þessi frábæri ísréttur er með Myllu marengsbotni og er tilvalinn í matarboðið eða á föstudagskvöldi fjölskyldunnar.

Í þessum ísrétti má leika sér með hráefnin og hér er ekkert heilagt, heldur velja það sem hentar hverjum og einum. Lykilatriðið í ísréttinum er hvíti marengsinn, sem setur punktinn yfir i-ið!

Merengs ísréttur

Marengsísréttur (fyrir fjóra)

1 hvítur marengsbotn frá Myllunni

½ l.  Vanilluís

Súkkulaðisósa

2 Bananar

½ Askja jarðarber

3 dl. Rjóma (þeyttur)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjómann og leggið til hliðar.
  2. Brjótið næst niður hvíta marengsbotninn og deilið honum jafnt í fjórar skálar.
  3. Deilið vanilluísnum í sömu skálar.
  4. Deilið rjómanum jafnt yfir ísinn í sömu skálar.
  5. Skerið bananana í skífur og jarðarberin í litla bita og setjið ofan á rjómann í skálunum.

Í síðasta skrefinu fær súkkulaðisósan að njóta sín. Magn fer að sjálfsögðu eftir smekk hvers og eins.