Fara í efni

Auðveld ráð með Myllusvampbotnum

05.04.2018

Öll höfum við nóg að gera en það þýðir ekki að við getum lumað á einhverjum brögðum til þess að líta út fyrir að við höfum eytt meiri tíma í huggulegheit en við í raun gerðum. Að baka köku getur verið tímafrekt og er því tilvalið að kaupa tilbúna svampbotna sem þú getur skreytt með uppáhalds kreminu þínu.

Myllu svampbotnarnir fást tilbúnir og eru þeir afar hentugir til að slá í gegn með afar lítilli fyrirhöfn. Möguleikarnir eru óteljandi þegar kemur að raða saman svampbotnunum og ætlum við hjá Myllunni að taka saman bragðgóða en auðvelda möguleika.

 

Eton mess kaka með rjóma og ferskum berjum
Þessi svampköku-uppskrift er ein sú auðveldasta og getur hver sem er raðað þessu saman og útbúið myndarlega köku á einungis nokkrum mínútum. Eina sem þarf eru tveir Myllu svampbotnar, rjómi og fersk ber að eigin vali. Til að setja punktinn yfir i-ið mælum við með hindberja- eða jarðaberjasultu, karamellu-, eða súkkulaðisósu.

Smurðu svampbotninn með sultunni eða súkkulaði/karamellusósunni og settu síðan þeytta rjómann yfir, raðaðu ferskum berjum í rjómann og settu hinn svampbotninn ofan á. Gerðu aðra umferð af sultunni/sósunni, rjómanum og berjunum. Skreyttu kökuna eftir eigin höfði en þannig er kakan best. Ekki hika við að bæta við þriðja svampbotninum í tertuna og gera hana að tignarlegri þriggja hæða rjóma-berja bombu.

 

Marengsbomba
Eina sem þú þarft í þessa dásamlegu marengsbombu er Myllusvampbotn, rjóma, bráðið súkkulaði, fersk ber og marengs, en hægt er að kaupa tilbúin marengsbotn frá Myllunni sem hentar fullkomlega í þetta verk. Með tilbúnu Myllumarengs-, og svampbotnunum okkar tekur þessi kaka einungis nokkrar mínútur sem gerir þér kleift að henda í glæsilega köku með litlum fyrirvara.

Bræddu súkkulaði á lágum hita og dreifðu súkkulaðinu yfir svampbotninn. Næst setur þú nóg af rjóma ofan á en því meira því betra gildir í þessu samhengi. Þá er það marengsinn en best er að brjóta hann niður í bita og raða ofan á rjóman ásamt litríkum ferskum berjum. Dreifðu súkkulaðisósunni að lokum yfir kökuna og þá er þessi einfalda, gullfalega og ljúffenga marengsbomba tilbúin.