Fara í efni

Nutella-pizza í eftirrétt

01.02.2023

Það hljómar kannski einkennilega að bjóða upp á Nutella-pizzu sem eftirrétt, eftir annars frábæra pizzuveislu í góðra vina hópi. Staðreyndin er hins vega sú að það er í raun einkennilegt að gera það ekki. Gestirnir gætu reyndar rekið upp stór augu en það gerir veisluna bara skemmtilegri.

Hjá Myllunni erum við þess fullviss að Nutella-pizza mun koma til með að kæta bragðlauka gestanna og bráðna í munni þeirra, samhliða ögn klístrandi fingrum og kremi upp á kinnar. Nutella-pizzan mun því hverfa á mettíma og það er alveg klárt að óskir verða lagðar fram um að fá meira.

Uppskriftin er einföld, fljótleg og krefst fárra innihaldsefna.

Nutella-pizza

Nutella-pizza

  • 1 pizzadeig frá Myllunni
  • 1 krukka Nutella
  • 1 askja jarðarber
  • ½ askja bláber
  • 1 banani (það er hægt að nota hvaða ávexti sem er, jarðarber, bláber og banani passa einstaklega vel saman)
  • 4 matskeiðar flórsykur
  • ¼ teskeið sjávarsalt

 Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 220 gráður (blástursofn).
  2. Skerið ávextina í litla bita og setjið þá til hliðar.
  3. Fletjið út pizzadeigið og gatið botninn með gafli (passið að botninn verði ekki of þunnur).
  4. Stráið sjávarsaltinu yfir botninn, oft gott að rúlla aftur yfir botninn til að þrýsta sjávarsaltinu niður.
  5. Setjið botninn á smjörpappír og bakið í ofninum þar til hann er orðinn mjúkur og fallegur.
  6. Þegar botninn er tilbúin er hann tekinn út og byrjið á því að smyrja botninn með Nutella-kreminu (magn fer eftir smekk).
  7. Dreifið ávöxtunum yfir og í lokaskrefinu er flórsykrinum stráð yfir pizzuna.
  8. Skerið pizzuna og berið fram með nóg af servíettum.

Njótið!