Fara í efni

Prófaðu gómsætar beyglur með eggjum, skinku og salati

25.05.2022

Við þurfum öll dálitla upplyftingu annað slagið og tilbreytingu í nestinu fyrir skólann eða vinnuna og þá er tilvalið að velja beyglur, t.d. þessar með hörfræjum, birki og sesam fræjum sem henta afskaplega vel í hentugt nesti eða létta máltíð.

Beyglurnar eru fyrir margra hluta sakir þægilegar þar sem það er hægt að eiga þær í frysti og grípa til þeirra þegar vantar eitthvað gott fyrir nestið.

Mundu bara, að þar sem þær eru frosnar verður að taka þær út til að leyfa þeim að þiðna áður en þær eru skornar, annars er hætt við að maður skaði sig. Á morgnana er því best að taka beyglurnar út áður en morgun sturtan er tekin og þá er auðvelt að skera þær eftir sturtuna þar sem þær eru þiðnaðar. Þá má skella þeim létt í ristina, leyfa þeim að kólna og svo má gera dýrindis beyglu til að taka með sér í skólann eða vinnuna með eggjum, skinku og salati - og hér er uppskrift að því.

  1. Sjóðið tvö egg. Setjið þau í kalt vatn, kveikið undir og sjóðið þau í 8 mínútur eftir að suða kemur upp. Kælið þau eftir suðuna undir rennandi köldu vatni.
  2. Vorlaukur eða graslaukur er kjörin til að saxa gróft og hafa sem krydd. Góð lúka dugar.
  3. Hrærið graslauk, eða vorlauk, í kotasælu (1 dós) og blandið smá múskati, salti og pipar út í.
  4. Skerið eggin, sem núna eru orðin köld, í sneiðar.
  5. Smyrjið svo kotasælublöndunni á beyglurnar.
  6. Raðið eggjum yfir, smá salati að eigin vali og skinku eða áleggi að eiginvali.

Og njótið...

Skoðaðu meira um Beyglurnar >>