Fara í efni

Prófaðu jalapeno beyglur með laxasalati

23.03.2022

Pörun á mat skilur stundum á milli þess venjulega og þess stórkostlega í matargerð og það getur tekið langan tíma að þróa með sér þann hæfileika að para reglulega saman einhverju sem manni finnist reglulega gott.

Þar getum við hinsvegar stytt þér leið því ein pörun sem er algjörlega ómótstæðileg og hentar vel fyrir upptekin heimili fyrir nesti og millinasl er jalapeno beyglur með laxasalati.

Fyrir það fyrsta eru beyglurnar handhægar. Þær er hægt að eiga í frysti til að grípa til þegar hungrið sverfur að. Munið bara að taka þær tímanlega úr frysti og leyfa þeim að þiðna aðeins áður en þið skerið þær alveg í gegn.

Það næsta sem þarf að vera til er laxasalat. Auðvitað er hægt að kaupa það tilbúið út í búð og skella á jalapeno beygluna með salatblaði en það er ekki síður gott að útbúa sitt eigið laxasalat með smá jalapeno snúningi. Hér er uppskrift að því:

  • 300 grömm af reyktum lax.
  • Dós af 36% sýrðum rjóma.
  • Sítrónusafi.
  • Ferskt dill.
  • Ferskur jalapeno eða grænn chili.
  • Möndluflögur.

Ristið jalapeno eða grænan chili á pönnu og þegar hann er byrjaður að verða smá svartur þá bætið þið möndluflögunum út á og brúnið. Þetta er svo saxað, með laxinum og öllu blandað saman og smurt á nýhitaða jalapeno beyglu.

Þetta er frábært nesti sem gefur alvöru bit.
Nánar um Jalapeno beyglur
Kíktu á allar hinar beyglurnar líka