Fara í efni

Samlokubrauð Myllunnar fyrir samloku þína

03.10.2023

Samloka er yfirleitt tvær, eða fleiri brauðsneiðar með áleggi á milli. Áleggið getur verið margs konar, til dæmis kjöt, grænmeti, ostur, sulta eða súkkulaði. Brauðið er oftast smurt með smjöri, smjörlíki eða majonesi.

Samlokur eru líka til í margvíslegum útgáfum með alls konar tegundum af brauði. Það er þó ein tegund af brauði sem slær yfirleitt í gegn við samlokugerð og það er samlokubrauð Myllunnar. Það skiptir engu máli hvort það er Hveiti samlokubrauð, Heimilisbrauð, Fitty samlokubrauð, Speltbrauð eða Fjölkornabrauð, Heilhveitibrauð, þau eru öll jafn vinsæl til samlokugerðar.

Í daglegri rútínu heimila er algengt að hugað sé að nestismálum, hvort sem það er nesti í skólann, vinnuna eða á æfingar. Við hjá Myllunni viljum liðsinna þér í nestismálunum og koma fram með eina ofureinfalda og klassíska samloku uppskrift.

Þessi samloka er fullkomin í hádeginu, nú eða á kvöldin ef þig langar í eitthvað fljótlegt án mikillar fyrirhafnar. Þetta er sígilda grillaða sjoppu samlokan sem er með skinku, osti, káli, tómat, gúrku og hamborgarasósu.

Sjoppu samlokan

2 sneiðar samlokubrauð Myllunnar

Íslenskt smjör

Arómat krydd

3 ostsneiðar

2 skinkusneiðar

Lambhagasalat

Tómatur

Gúrka

Hamborgarasósa

Aðferð:

  1. Smyrjið ytri hliðina af báðum samloku brauðsneiðunum með íslensku smjöri og sáldrið arómat kryddi samviskusamlega yfir báðar hliðar.
  2. Skerið gúrkuna og tómatinn í sneiðar og leggið til hliðar.
  3. Smyrjið hamborgarasósu á innri hliðar samlokubrauðsins (innri hlutinn af samlokunni).
  4. Setjið samlokuna saman á eftirfarandi máta: Leggið botnbrauðið með smjörhliðinni niður, smyrjið hamborgarasósu á botninn, setjið lambhagasalat, gúrku, ost, skinku, ost, skinku, ost, tómat og loks hamborgarasósu á toppbrauðið.
  5. Hitið samlokugrillið og skellið samlokunni í grillið. Passið að pressa ekki samlokunni niður því hún á ekki að vera algjörlega klesst saman.
  6. Mörgum þykir líka gott að setja samlokuna í ofninn og leyfa henni að bakast/eldast í u.þ.b. 15 mínútur við 180 gráður (blástursofn).