Fara í efni

Nýtt Myllu-Brioche í French toast er klassík

24.09.2020

Nýtt Myllu-Brioche í French toast eða Frönsku eggjabrauði er klassík sem allir ættu að prófa sig áfram með. Frakkar eiga ótal gómsætar uppskriftir og segja vanalega Pain perdu eða „týnt brauð“ þegar átt er við French Toast. Frændur þeirra, hinir frönskumælandi kanadabúar segja Pain doré eða gyllt brauð og er oftast framreitt með ekta kanadísku hlynsýrópi.

Við íslendingar segjum Franskt eggjabrauð eða eggjabrauð og er hægt að framreiða bæði sem eftirrétt með kanilsykri og eða sem gómsætan fljótlegan hádegismatan með salti og pipar og ljúffenga sósu með.

Frændur okkar í Danmörku og Noregi segja Arme Riddare og vinir okkar í Póllandi segja Chleb w jajku sem er einfaldlega brauð í eggi og afar vinsæll réttur í hádeginu.

Hér er ein gómsæt og góð uppskrift fyrir alla

6 sneiðar af nýju Myllu-Brioche

3 egg

¾  bolla mjólk

3 matskeiðar af hlynsýrópi

1 klípa af kanil

1 klípa af salti

2 matskeiðar af smjöri

Þeyttu mjólkina, eggin, hlynsýrópið, kanilinn og saltið saman við í stórri skál.

Bræddu smjörið á stórri pönnu við meðalháan hita (ef verið er að búa til eggjabrauðið í tveimur lotum, geymdu helminginn af smjörinu fyrir næstu lotu).

Leggðu sneiðar af hinu nýja Myllu-Brioche í bleyti í eggjadeiginu. Gakktu úr skugga um að báðar hliðar séu alveg húðaðar af eggjadeiginu. Þegar smjörið á pönnuni er bráðið leggðu þar næst Myllu-Brioche sneiðarnar á pönnuna og steiktu þar til báðar hliðarnar eru gullinbrúnar.

Berðu fram Franska eggjabrauðið á sparidisk með meira gullinbrúnu hlynsýrópi og smjöri. Fallegt er að skreyta diskinn með bláberjum og hindberjum og algengt að setja nokkrar bananabita með og strá smá vanillusykur yfir. Þitt er valið.

Verði þér að góðu.